Ferill 80. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 80  —  80. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eftirlit með starfsemi Matvælastofnunar.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Hvernig er eftirliti ráðherra með störfum og verkferlum Matvælastofnunar háttað? Á hvaða forsendum tekur ráðherra eða ráðuneyti hans mál til skoðunar?
     2.      Hvernig bregst ráðherra við ef Matvælastofnun gerist brotleg í störfum?
     3.      Hefur ráðherra haft til skoðunar tilvik sl. þrjú ár þar sem Matvælastofnun hefur gerst brotleg og ef svo er, hvaða ákvarðanir hefur ráðherra tekið í hverju tilviki fyrir sig?


Skriflegt svar óskast.