Ferill 85. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 85  —  85. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um lyfið Naloxon.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Hversu miklu hefur verið ávísað af lyfinu Naloxon, sem er mótefni gegn morfíni og morfínskyldum lyfjum, og hversu margir hafa fengið lyfinu ávísað? Svar óskast sundurliðað eftir árum undanfarin tíu ár.
     2.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir því að tryggja aðgengi vímuefnaneytenda að Naloxon? Ef svo er, með hvaða hætti?
     3.      Hefur ráðherra í hyggju að beita sér fyrir auknu aðgengi að Naloxon, t.d. með því að tryggja aðgengi að Naloxon-nefúða?


Skriflegt svar óskast.