Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 117  —  117. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um kjötbirgðir.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


    Hversu miklar birgðir sauðfjárafurða voru til í landinu annars vegar 1. september 2017 og hins vegar 1. september 2018? Óskað er eftir að í svarinu komi fram:
     a.      heildarbirgðir sauðfjárafurða,
     b.      heildarbirgðir sauðfjárafurða eftir sláturleyfishöfum,
     c.      heildarbirgðir eftir afurðategundum, þ.e.:
                  1.      lambakjöt í heilum skrokkum,
                  2.      kjöt af fullorðnu í heilum skrokkum,
                  3.      lambalæri og frampartar,
                  4.      innmatur og svið.


Skriflegt svar óskast.