Ferill 118. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 118  —  118. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um áhættumat um innflutning dýra.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig miðar vinnu við nýtt áhættumat fyrir íslensk stjórnvöld vegna innflutnings hunda og katta?
     2.      Hyggst ráðherra innleiða svokallaðan gæludýrapassa, eða gæludýravegabréf, sem hefur verið tekinn upp í flestum Evrópulöndum, og heldur utan um þau skilyrði sem uppfylla þarf svo að flytja megi gæludýr milli landa?
     3.      Telur ráðherra að líta eigi til annarra landa, t.d. Ástralíu og Nýja-Sjálands, þar sem dýr sæta 10 daga einangrun með mismunandi ströngum skilyrðum eftir því hvaðan þau koma?