Ferill 129. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 129  —  129. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um viðgerðarkostnað.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.


     1.      Hversu mikill, að núvirði, var heildarkostnaður við þær viðgerðir sem gerðar hafa verið á húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins á undanförnum árum?
     2.      Hversu mikill, að núvirði, var meðalkostnaður á fermetra vegna viðgerða á þeim hluta húsnæðis ráðuneytisins sem lagfærður hefur verið á undanförnum árum?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að ætla að meðalfermetrakostnaður við fyrirhugaðar lagfæringar á núverandi húsnæði Landspítalans verði lægri, hærri eða sambærilegur og kostnaður við lagfæringar á ráðuneytinu?
     4.      Verði meðalviðgerðarkostnaður vegna þess 57.000 fermetra húsnæðis Landspítalans við Hringbraut sem til stendur að nýta áfram jafnmikill á fermetra og kostnaður við lagfæringar á ráðuneytinu hver verður þá heildarkostnaðurinn á núvirði?
     5.      Hversu mikill yrði þessi kostnaður ef Læknagarði, húsnæði Háskóla Íslands, yrði bætt við?


Skriflegt svar óskast.