Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 148  —  148. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um nám í dýralækningum.

Frá Maríönnu Evu Ragnarsdóttur.


     1.      Hafa verið kannaðir möguleikar á því að stofna til náms í dýralækningum hér á landi í ljósi þess að erfitt hefur reynst að manna stöður með íslenskumælandi dýralæknum?
     2.      Ef svo er, hefur verið kannað hver kostnaður við slíkt nám mundi verða?
     3.      Hvaða staðsetning kæmi til greina fyrir nám í dýralækningum?
     4.      Ef ekki er talið mögulegt að bjóða upp á fullt nám í dýralækningum, kæmi til greina að bjóða upp á hluta af slíku námi hér á landinu? Ef ekki, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.