Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 150  —  150. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Á hvaða vettvangi voru teknar ákvarðanir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi, hvaða ríki eiga hlut að máli og hver er í formlegu tilliti aðild Íslendinga að þeim?
     2.      Hver var stjórnskipulegur ferill ákvörðunar um aðild Íslands að þvingununum?
     3.      Hvaða árangur hafa þvinganirnar borið fram til þessa?
     4.      Koma þvinganirnar reglulega til endurskoðunar meðal þátttökuríkja og hvaða þættir vega þyngst í slíkri endurskoðun?
     5.      Hvernig hafa þvinganirnar snert íslenska hagsmuni, afkomu atvinnufyrirtækja, markaðshlutdeild á erlendum mörkuðum, útflutningstekjur og aðra slíka þætti?
     6.      Er til samanburður meðal þátttökuríkja á kostnaði sem þau hafa orðið fyrir í hlutfallslegu tilliti vegna þvingananna?
     7.      Hefur verið kannað hvort ríkið kunni að vera skaðabótaskylt gagnvart íslenskum atvinnufyrirtækjum sem orðið hafa fyrir viðskiptalegu tjóni vegna aðildar Íslands að þvingununum?


Skriflegt svar óskast.