Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 164  —  163. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


    Hverjir voru kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs 2008–2017? Upplýsingar óskast annars vegar um einstaklinga og hins vegar um fyrirtæki og eignarhald.


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Í svari ráðherra á þskj. 985 á 148. löggjafarþingi við fyrirspurn um sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs kom fram að ráðuneytið mundi afla álits Persónuverndar varðandi nánari tilgreiningu á kaupendum fullnustueigna Íbúðalánasjóðs. Fyrirspurnin var lögð fram aftur á 148. löggjafarþingi lítt breytt (þskj. 1293) með hliðsjón af bréfi Persónuverndar, dags. 11. júní sl., um að hún legðist ekki gegn því að upplýst yrði um nöfn kaupenda. Ekki barst svar við þeirri fyrirspurn og er hún því lögð fram á ný.