Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 165  —  164. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um stefnu ríkisins við innkaup á matvælum.

Frá Maríönnu Evu Ragnarsdóttur.


     1.      Er þess gætt við innkaup á landbúnaðarafurðum á grundvelli rammasamninga um matvæli, kjöt og fisk að kaupa innlendar vörur og ef svo er, hvernig er því fylgt eftir? Ef ekki, hvers vegna ekki?
     2.      Hvað keypti ríkið mikið af eftirfarandi matvöru árin 2015, 2016 og 2017 og hvert var hlutfallið á milli innlendrar og erlendrar vöru:
                  a.      kjöti (sundurliðað eftir tegundum: kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti, alifuglakjöti),
                  b.      fiski,
                  c.      grænmeti?


Skriflegt svar óskast.