Ferill 165. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 166  —  165. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á sköttum og gjöldum.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvaða skattar og tryggingagjöld ríkissjóðs hafa verið lækkuð frá árinu 2013? Hvaða skattar hafa hækkað? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum og skattstofnum.
     2.      Að öðru óbreyttu, hverjar hefðu skatttekjur ríkisins orðið frá 2013 til 2018 ef skattar og tryggingagjöld hefðu verið óbreytt miðað við árið 2012? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum, jafnt á verðlagi hvers árs sem og á föstu verðlagi.
     3.      Hvaða áhrif hafa skattkerfisbreytingar frá 2013 haft á ráðstöfunartekjur heimilanna?


Skriflegt svar óskast.