Ferill 166. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 167  —  166. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjármögnun þjónustu SÁÁ og meðferðarúrræði utan höfuðborgarsvæðisins.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hver er staða fjármögnunar göngudeildarþjónustu SÁÁ á Akureyri?
     2.      Hvaða önnur meðferðarúrræði eru í boði utan höfuðborgarsvæðisins fyrir þá sem glíma við áfengis- og vímuefnavandamál?
     3.      Hvaða almennu geðheilbrigðisúrræði eru í boði utan höfuðborgarsvæðisins fyrir þá sem glíma við geðræn vandamál eða tvíþættan vanda?
     4.      Telur ráðherra gagnlegt með tilliti til jafnræðis að skilyrt verði í fjárlögum hvers árs sérstök fjármögnun meðferðarúrræða utan höfuðborgarsvæðisins?


Skriflegt svar óskast.