Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 171  —  170. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fæðuþörf Íslendinga og íslensk matvæli.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Liggja fyrir tölur um fæðuþörf Íslendinga og magn framleiddra matvæla úr íslensku hráefni? Ef svo er, hversu hátt hlutfall matvæla sem fullnægja áætlaðri fæðuþörf er framleitt á Íslandi?
     2.      Hyggst ráðherra leggja fram áætlun um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á landinu til að bæta fæðuöryggi þjóðarinnar?


Skriflegt svar óskast.