Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 177  —  175. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um bílaleigubifreiðar.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvaða reglur gilda um skráningu bílaleigubifreiða?
     2.      Hvernig tryggja skráningarreglur að neytendur fái við kaup notaðra bílaleigubifreiða upplýsingar um að þær hafi áður verið notaðar til útleigu?
     3.      Hvaða reglur gilda þegar bifreiðaumboð leigir út t.d. uppítökubifreið til lengri eða skemmri tíma á bílaleigu eða sem bílaleigubifreið? Þarf að skrá hana sem bílaleigubifreið?
     4.      Með hvaða hætti geta kaupendur notaðra einkabifreiða áttað sig á því að bifreið hafi verið notuð tímabundið eða varanlega sem bílaleigubifreið?
     5.      Hyggst ráðherra setja reglur sem tryggja að við kaup á bifreiðum fái neytendur upplýsingar um hvort þær hafi verið notaðar sem bílaleigubifreiðar í deilihagkerfinu?
     6.      Hefur ráðherra í hyggju að tryggja betur neytendavernd og yfirsýn neytenda yfir nýtingarsögu notaðra bifreiða þannig að ekki fari á milli mála hvort þær hafi verið notaðar í atvinnurekstri?


Skriflegt svar óskast.