Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 179  —  177. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um nám sjúkraliða.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hefur ráðherra kannað mögulegar leiðir til að styðja við nám sjúkraliða? Ef svo er, er unnið eftir aðgerðaáætlun um að efla sjúkraliðanámið, þá einkum fjarnámið, og auka kynningu á því?
     2.      Hefur fjármagn verið tryggt til að hrinda í framkvæmd fagnámi fyrir sjúkraliða á háskólastigi við Háskólann á Akureyri?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að menntun sjúkraliða og starfsreynsla verið metin inn í nám í hjúkrunarfræði?


Skriflegt svar óskast.