Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 180  —  59. mál.
Svar


forseta Alþingis við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um kostnað við farsíma og nettengingar.


     1.      Hver er heildar- og meðalkostnaður Alþingis vegna farsíma þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis undanfarin fimm ár? Svarið óskast sundurliðað eftir fyrrgreindum þremur hópum, árum og þjónustuaðilum.
     2.      Hver er heildar- og meðalkostnaður Alþingis vegna nettengingar á heimili þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis undanfarin fimm ár? Svarið óskast sundurliðað eftir fyrrgreindum þremur hópum, árum og þjónustuaðilum. Einnig komi fram sundurliðun á kostnaði við nettengingu og gjaldi vegna aðgangs að fjarskiptakerfi.
    Skrifstofa Alþingis sundurliðar ekki símakostnað og nettengingar á heimili í bókhaldinu og er það í samræmi við skráningarlykla Fjársýslu ríkisins. Svar við 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar er því tekið saman.

Símagjöld og afnotagjöld af línum eftir notendum og árum.


Þingmenn Starfslið
þingflokka og
formenn flokka
Starfslið
skrifstofu
Alþingis
2013 28.292.381 17.682.760 1.063.855 9.545.766
2014 28.201.293 16.858.796 684.465 10.658.032
2015 21.299.774 14.412.139 606.008 6.281.627
2016 17.693.086 12.016.175 557.201 5.119.710
2017 14.123.976 8.395.556 754.042 4.974.378
109.610.510 69.365.426 3.665.571 36.579.513
Símagjöld og afnotagjöld af línum sundurliðað eftir lánardrottnum og árum.
Þingmenn Starfslið
þingflokka og
formenn flokka
Starfslið
skrifstofu
Alþingis
2013 460207-0880 Skipti/Síminn 13.568.598 959.019 6.106.299
470905-1740 Fjarskipti 3.486.892 79.836 2.945.400
531205-0810 Nova ehf. 70.415 298.586
570899-2289 Fjölnet ehf. 17.022 5.674
581208-0490 Alterna Tel ehf. 85.280
610710-0500 Tölvun ehf. 20.120
681201-2890 IP-fjarskipti 297.202 138.745
690197-3169 Ábótinn ehf. 22.022
450701-2620 Netsamskipti ehf. 42.497
640309-0670 Hringdu 47.759
470808-0550 Símafélagið ehf. 51.062
Óþekkt 24.953 25.000
2014 460207-0880 Skipti/Síminn 13.652.215 538.517 7.426.125
470905-1740 Fjarskipti 2.730.232 45.000 2.203.278
531205-0810 Nova ehf. 183.190 641.529
470808-0550 Símafélagið ehf. 990 123.831
640309-0670 Hringdu 13.581 83.448
681201-2890 IP-fjarskipti 242.126 17.500 263.269
Óþekkt 36.462
2015 460207-0880 Skipti/Síminn 10.951.566 502.629 5.749.118
470905-1740 Fjarskipti 3.080.616 20.717
531205-0810 Nova ehf. 191.348 141.126
480702-2390 365 Miðlar 49.078 255.029
640309-0670 Hringdu 114.137 82.662
470808-0550 Símafélagið 136.354
681201-2890 IP-fjarskipti 25.394
2016 460207-0880 Skipti/Síminn 8.614.982 519.909 4.889.119
470905-1740 Fjarskipti 2.662.838 37.292
531205-0810 Nova ehf. 388.943 69.205
700395-2949 Hringiðan 29.674
640309-0670 Hringdu 319.738 33.392
470808-0550 Símafélagið ehf. 127.994
2017 460207-0880 Skipti/Síminn 5.471.607 634.368 4.604.641
470905-1740 Fjarskipti 1.834.993 113.469 120.550
531205-0810 Nova ehf. 590.076 6.205 54.138
700395-2949 Hringiðan 278.271
470808-0550 Símafélagið ehf. 195.049
640309-0670 Hringdu 220.609


     3.      Hver tekur ákvörðun um val á þjónustuaðila vegna farsíma og nettenginga fyrir þingmenn, starfslið þingflokka og formanna flokka og starfslið skrifstofu Alþingis og hvaða meginforsendur liggja að baki ákvörðun um þjónustuaðila?
    Þingmenn geta valið hjá hvaða þjónustuaðila þeir eru. Síminn var valinn fyrir starfsfólk eftir verðkönnun fyrir nokkrum árum. Forsendur fyrir valinu voru bæði verð og þjónustan sem fyrirtækið bauð.

     4.      Hefur farið fram útboð vegna þjónustu við farsíma og nettengingar á vegum Alþingis og ef svo er, hvenær fór slíkt útboð fram og hverjar voru helstu niðurstöður þess?
    Nei, en sjá þó svar við 5. tölul. fyrirspurnarinnar.

     5.      Frá hverjum hefur skrifstofa Alþingis leitað tilboða vegna þjónustu við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis á undanförnum fimm árum?
    Skrifstofa Alþingis leitar ekki tilboða vegna þjónustu við farsíma og nettengingar þingmanna. Þeir velja sína þjónustuaðila sjálfir. Síðast var leitað tilboða árið 2013 vegna farsíma starfsmanna og var það gert hjá stóru símafyrirtækjunum, Símanum og Vodafone. Verð hefur lækkað og það sem er innifalið í þjónustunni hefur aukist. Skrifstofan greiðir símakostnað fyrir ritara og aðstoðarmenn formanna þingflokka sem eru í stjórnarandstöðu en ekki starfsmanna þingflokka sem eru á launum hjá þingflokkunum sjálfum.

     6.      Reikninga hvaða þjónustuaðila vegna farsíma og nettengingar á heimili þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis greiðir Alþingi beint og í hvaða tilvikum er endurgreitt samkvæmt framlögðum reikningum?
    Greitt er beint til Símans, Vodafone og Nova. Einungis er tekið við reikningum beint frá þeim símafyrirtækjum sem skipta reikningunum upp þannig að Alþingi fær einungis þann hluta sem samþykkt er að greiða hér og þingmaður fær þann hluta sem hann á að greiða sjálfur. Að öðrum kosti þarf þingmaður að greiða allan reikninginn sjálfur og fá hann endurgreiddan hjá Alþingi að þeim hluta sem reglur mæla fyrir um.