Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 201  —  195. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um afborganir og vaxtagreiðslur ríkissjóðs.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver var samanlagður höfuðstóll verðtryggðra lána ríkissjóðs við lok hvers árs á tímabilinu 2012–17?
     2.      Hverjar voru fjárhæðir greiðslna vaxta og afborgana á verðtryggðum lánum ríkissjóðs á sama tímabili?
     3.      Hver hefði samanlagður höfuðstóll lánanna verið við lok hvers árs 2013–17 ef húsnæðisliður vísitölunnar hefði legið utan hennar?
     4.      Hverjar hefðu verið fjárhæðir greiðslna vaxta og afborgana á lánunum á árunum 2013– 17 ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið hluti af vísitölunni?


Skriflegt svar óskast.