Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 203  —  197. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjarheilbrigðisþjónustu.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Er í ráðuneytinu unnið að því á grundvelli byggðaáætlunar að styðja við þróunarverkefni á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að bregðast við ábendingum í skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilsugæslu á landsbyggðinni sem kom út í apríl sl.? Ef svo er, hvaða verkefni eru það og hvaða fjármunir fylgja?
     2.      Fylgir ráðuneytið einhverri stefnu á þessu sviði? Ef svo er, hver er sú stefna?
     3.      Hefur ráðherra samráð við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra um innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu?


Skriflegt svar óskast.