Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 215  —  209. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um umsóknir um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margar umsóknir um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar hafa borist á grundvelli laga nr. 111/2016?
     2.      Hversu langur tími leið frá því að umsóknir bárust og þar til þær voru afgreiddar? Óskað er eftir yfirliti yfir dagsetningar þegar allar umsóknir bárust, bæði þær sem búið er að afgreiða og þær sem bíða afgreiðslu, sem og hvenær þær voru afgreiddar þegar það á við.


Skriflegt svar óskast.