Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 217  —  189. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008 (rekstrarleyfi til bráðabirgða).

Frá atvinnuveganefnd.


     1.      Við efnismálsgrein 1. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „ráðherra“ í 1. málsl. komi: vegna annmarka á leyfisveitingu.
                  b.      Í stað orðanna „hins niðurfellda leyfis“ í 1. málsl. komi: þess leyfis sem var fellt úr gildi.
                  c.      Í stað orðanna „fellt niður“ í 1. málsl. komi: fellt úr gildi.
     2.      Í stað orðanna „sem féllu úr gildi“ í 2. gr. komi: sem voru felld úr gildi.