Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 226  —  214. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vopnuð verkefni og útköll sérsveitar lögreglu.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hversu mörgum vopnuðum verkefnum og útköllum sinnti sérsveit lögreglu á árunum 2003–2017?
     2.      Hver er skýringin á töluvert aukinni tíðni slíkra verkefna og útkalla á árinu 2017 umfram önnur ár?
     3.      Hvaða breytingar hafa verið gerðar á starfsreglum, málaflokkum eða aðgerðavenjum lögreglu á undanförnu ári?
     4.      Er það í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í löggæslumálum að fjölga vopnuðum verkefnum og útköllum lögreglu? Ef ekki, stendur þá til að sporna við þessari þróun með einhverjum hætti?


Skriflegt svar óskast.