Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 235  —  117. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kjötbirgðir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu miklar birgðir sauðfjárafurða voru til í landinu annars vegar 1. september 2017 og hins vegar 1. september 2018? Óskað er eftir að í svarinu komi fram:
     a.      heildarbirgðir sauðfjárafurða,
     b.      heildarbirgðir sauðfjárafurða eftir sláturleyfishöfum,
     c.      heildarbirgðir eftir afurðategundum, þ.e.:
                      1.      lambakjöt í heilum skrokkum,
                      2.      kjöt af fullorðnu í heilum skrokkum,
                      3.      lambalæri og frampartar,
                      4.      innmatur og svið.


    Ráðuneytið aflaði meðfylgjandi upplýsinga um birgðastöðu sauðfjárafurða frá Matvælastofnun. Um er að ræða upplýsingar frá lokum ágústmánaðar árið 2017 og árið 2018.

Birgðastaða Lok ágúst 2017 (kg) Lok ágúst 2018 (kg)
Dilkar 1.123.822 704.159
Ær 62.598 49.839
Veturgamalt 1.298 213
Hrútar 696 3.650
Úrkast 0 0
Samtals 1.188.414 757.861

    Í fyrirspurninni er þess óskað að í svarinu komi fram heildarbirgðir sauðfjárafurða eftir sláturleyfishöfum. Talið er að þær upplýsingar varði viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja og því ekki unnt að birta þær í svari við fyrirspurn með vísan til 1. og 2. mgr. 50. gr. og 90. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, þar sem upplýsingarnar yrðu birtar á opinberum vettvangi. Hægt er að afhenda upplýsingarnar á öðrum vettvangi, svo sem á lokuðum nefndarfundi.
    Matvælastofnun hefur einungis upplýsingar um birgðastöðu í heilum skrokkum. Upplýsingar um heildarbirgðir eftir afurðategundum líkt og óskað er eftir í c-lið eru því ekki aðgengilegar.