Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 237  —  224. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um innleiðingu starfsgetumats og hlutastörf fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Frá Snæbirni Brynjarssyni.


     1.      Hefur ráðherra hafið undirbúning að innleiðingu starfsgetumats eins og fulltrúar í samráðshópi ráðherra um breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafa lagt til? Ef svo er, hvernig miðar þeirri vinnu?
     2.      Hvernig miðar vinnu að fyrsta skrefi stjórnvalda varðandi breytingar á bótakerfinu, sbr. sáttmála ríkisstjórnarflokkanna, þ.e. að skipuleggja framboð hlutastarfa hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu og hversu mörg hlutastörf er áætlað að verði til?


Skriflegt svar óskast.