Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 240  —  227. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um arf og fjárhæð erfðafjárskatts.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hvert er miðgildi heildarverðmætis dánarbúa hvers árs frá árinu 2010?
     2.      Hvert er miðgildi arfsfjárhæðar hvers erfingja á sama tímabili?
     3.      Hversu hátt hlutfall erfingja á einstaklingsgrundvelli hlaut á tímabilinu arf undir:
                  a.      100 millj. kr.,
                  b.      50 millj. kr.,
                  c.      10 millj. kr.?
     4.      Hversu hár erfðafjárskattur var greiddur af arfi sem reiknast undir 10 millj. kr. til hvers erfingja á hverju ári á framangreindu tímabili?


Skriflegt svar óskast.