Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 241  —  228. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um breska ríkisborgara á Íslandi og útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hversu margir breskir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi?
     2.      Hvaða ráðstafanir verða gerðar vegna réttinda breskra ríkisborgara hér á landi sem byggð eru á EES-samningnum við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu?
     3.      Er til skoðunar hjá ráðuneytinu að setja sérreglur um réttindi breskra ríkisborgara búsettra hér á landi sem munu gilda eftir útgöngu Bretlands? Ef ekki:
                  a.      munu þeir falla undir útlendingalöggjöfina almennt varðandi dvalar- og atvinnuleyfi,
                  b.      hvaða reglur munu gilda um önnur réttindi þeirra en dvalar- og atvinnuleyfi,
                  c.      munu breskir ríkisborgarar hafa réttarstöðu sambærilega því sem gildir um aðra borgara utan Evrópska efnahagssvæðisins?


Skriflegt svar óskast.