Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 242  —  229. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um horfur í ferðaþjónustu.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hefur ráðherra látið gera mat á horfum, þ.e. vexti eða samdrætti, í ferðaþjónustu á árunum 2018–2022? Ef svo er, hvenær var það mat gert og hvernig ber því saman við fyrri áætlanir?
     2.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðuneytið grípa til að draga úr áhrifum hugsanlegs samdráttar í ferðaþjónustu?
     3.      Hver er áætluð skuldastaða og áætluð eignastaða hjá fyrirtækjum í flugrekstri, gistiþjónustu, bílaleigurekstri, hópferðaþjónustu og öðrum þáttum ferðaþjónustu? Óskað er eftir að fram komi staðalfrávik og skeifni fyrir hvern flokk fyrirtækjanna.
     4.      Hve stór hluti skulda áðurnefndra flokka fyrirtækja eru skammtímaskuldir sem ber að greiða upp á næstu tólf mánuðum?


Skriflegt svar óskast.