Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 254  —  239. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um íslenska ríkisborgara á Bretlandi og útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hefur ráðuneytið upplýsingar um það hversu margir íslenskir ríkisborgarar eru búsettir á Bretlandi? Ef svo er ekki, hyggst ráðherra fljótlega gera ráðstafanir til þess að afla þeirra upplýsinga?
     2.      Hefur verið kannað á vegum ráðuneytisins hver réttarstaða íslenskra ríkisborgara á Bretlandi getur orðið eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu? Ef svo er, hver er þá niðurstaða slíkrar könnunar?
     3.      Hyggst ráðuneytið aðstoða íslenska ríkisborgara á Bretlandi sérstaklega eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í ljósi þess að breska ríkisstjórnin virðist hafna því að hún muni veita EES-borgurum sérstök réttindi eins og m.a. kemur fram í nýlegri skýrslu ráðgjafarnefndar um málefni innflytjenda (MAC) og umfjöllun fjölmiðla um þessi mál?


Skriflegt svar óskast.