Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 269  —  251. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjúkraflutninga.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hefur verið tekin endanleg ákvörðun um flutning umsýslu sjúkraflutninga frá Rauða krossinum á Íslandi?
     2.      Hvaða samskiptalegu, faglegu eða rekstrarlegu rök liggja til grundvallar því að fyrirhugað er að binda enda á samstarf við Rauða krossinn?
     3.      Hvaða aðili tekur við hlutverki Rauða krossins og hvernig verður staðið að vali þess aðila?
     4.      Liggur fyrir áhættumat og kostnaðargreining vegna fyrirhugaðs flutnings og ef svo er, hverjar eru niðurstöðurnar, hver er heildarkostnaðurinn við yfirfærsluna, þ.m.t. uppkaup bílaflota, umsýslukerfa o.fl.?
     5.      Hvernig eru þeir tveir þættir metnir sem hljóta að vera helstu hvatar umskipta, þ.e. aukin hagkvæmni og meiri gæði?
     6.      Er gert ráð fyrir stjórnsýslulegum breytingum á skipan sjúkraflutninga innan heilbrigðisþjónustunnar í framhaldinu?


Skriflegt svar óskast.