Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 271  —  253. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að búnir verði til hvatar fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir svo þau sjái sér hag í að ráða starfsfólk með skerta starfsgetu og tryggja að því bjóðist úrræði strax að loknum framhaldsskóla þar sem nokkurn veginn er vitað fyrir fram hve margir sem útskrifast af sérnámsbrautum framhaldsskólanna þurfa starf með stuðningi?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir að áætlun verði gerð hið fyrsta fyrir þennan hóp og kannað hversu kostnaðarsamt það er fyrir samfélagið ef ekkert verður að gert?