Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 279  —  261. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver var árleg losun fólksbifreiða á gróðurhúsalofttegundum á árunum 2013–2017 borið saman við losun flutningabifreiða fyrir farm og farþega?
                  a.      Hvað losar meðalþung flutningabifreið af gróðurhúsalofttegundum á við margar fólksbifreiðar?
                  b.      Hvað losar meðalþung fólksflutningabifreið af gróðurhúsalofttegundum á við margar fólksbifreiðar?
                  c.      Hve mikið losar flutningabifreið af þyngstu gerð með þyngstu tengivagna á við sparneytna fólksbifreið?
     2.      Telur ráðherra losun flugfara í háloftunum á gróðurhúsalofttegundum hættulegri lofthjúpnum en losun farartækja á jörðu niðri, skipa og verksmiðja? Hvaða rannsóknir sem birst hafa á ritrýndum vettvangi leggur ráðherra til grundvallar svari sínu?
     3.      Hversu mikil var losun á gróðurhúsalofttegundum á árunum 2013–2017 fyrir tilverknað flugfara í lofti, skipa á sjó, verksmiðja og iðnaðar og samgangna á landi?
     4.      Hver er munurinn á losun gróðurhúsalofttegunda af hálfu fiskiskipa og flutningaskipa með tilliti til magns og í ljósi þess hve mengandi losunin er?
     5.      Hversu mikla losun af hálfu skipa knúnum svartolíu telur ráðherra unnt að fyrirbyggja með breytingum á losunargjaldi á svartolíu þannig að ekki verði hagkvæmt að nota svartolíu? Hefur ráðherra beitt sér fyrir aðgerðum í þá átt? Ef ekki, hvers vegna?
     6.      Hve miklu munar árlega í losun gróðurhúsalofttegunda og sóts hjá meðaltogara sem annars vegar brennir hreinni skipagasolíu og hins vegar svartolíu?


Skriflegt svar óskast.