Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 292  —  269. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lífrænan landbúnað og ylrækt.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Telur ráðherra að efla megi lífrænan landbúnað hér á landi í ljósi þess að býli með lífræna ræktun eru aðeins um 20 talsins? Með hvaða aðferðum og hvötum má gera það?
     2.      Hvernig telur ráðherra að helst megi efla og auka umfang ylræktar sem hefur löngum verið talin eitt af aðalsmerkjum íslensks landbúnaðar?