Ferill 127. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 298  —  127. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur um embætti lögreglustjórans á Suðurlandi.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er fyrirhugað að fjölga stöðugildum hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi með auknum framlögum í fjárlögum fyrir árið 2019? Ef svo er, hversu mörg stöðugildi bætast við hjá embættinu?

    Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2019 nemur heildarfjárheimild lögreglustjórans á Suðurlandi 1.126,8 millj. kr. sem er aukning um 216,4 millj. kr. frá fyrra ári eða sem svarar til 23,8% hækkunar. Að frádregnum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 163,6 millj. kr., eða sem svarar til 18% hækkunar, en samkvæmt frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir 155 millj. kr. framlagi vegna aukins fjölda ferðamanna, þar af 30 millj. kr. í hálendiseftirlit. Það er á ábyrgð og forræði lögreglustjóra að meta hvernig og með hvaða hætti fjármunum er varið til að mæta þeim verkefnum.
    Að öðru leyti vísast til upplýsinga um fjárveitingar fyrir árið 2019 til einstakra lögregluembætta sem má finna á bls. 19 í fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga:
www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=9750bab4-b59d-11e8-942c-005056bc4d74