Ferill 279. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 310  —  279. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um umframkostnað við opinberar framkvæmdir.

Frá Birni Leví Gunnarssyni, Þorsteini Víglundssyni og Smára McCarthy.


     1.      Hver var árlegur kostnaður við þær opinberu framkvæmdir áranna 2010–2017, og það sem af er árinu 2018, sem lokið er og hver var áætlaður árlegur kostnaður þessara sömu framkvæmda samkvæmt upphaflegum fjárheimildum? Í þeim tilfellum sem framkvæmdir tóku meira en eitt ár eða fóru yfir áramót er óskað upplýsinga um heildarkostnað og upphaflegar fjárheimildir þeirra framkvæmda.
     2.      Hversu mikið voru fjárheimildir vegna opinberra framkvæmda hækkaðar á hverju ári vegna verkefna sem hafin voru og hversu mörg voru þau verkefni?
     3.      Hversu margar voru opinberar framkvæmdir árlega á umræddu tímabili?
     4.      Hversu margar framkvæmdanna fóru annars vegar fram úr kostnaðaráætlun, þ.e. innan við 10%, 10–20%, 20–30%, 30–40% o.s.frv., og hins vegar tímaáætlun? Hversu margar framkvæmdir stóðust kostnaðaráætlun og/eða tímaáætlun eða reyndust undir þeim?
     5.      Hafa líkur á því að lögð sé fram óraunhæf kostnaðaráætlun aukist eða minnkað á umræddu tímabili? Óskað er eftir að ráðherra geri grein fyrir því með hvaða hætti hann greinir framfarir við áætlanagerðina.
     6.      Hversu miklar líkur eru á að opinber framkvæmd fari fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun sé tekið mið af fyrrgreindu tímabili og hversu mikil er líkleg framúrkeyrsla í %?
     7.      Hverjar eru helstu ástæður umframkostnaðar við opinberar framkvæmdir, skipt eftir mikilvægi hverrar ástæðu?
     8.      Til hvaða aðgerða hefur ráðuneytið gripið ár hvert til að koma í veg fyrir umframkostnað og hvernig má sjá þess merki að þær aðgerðir hafi borið árangur?
     9.      Hverju telur ráðherra að breyta þurfi til að kostnaður við opinberar framkvæmdir haldist innan fjárheimilda og hvenær mun ráðherra grípa til þeirra aðgerða sem hann telur duga í því sambandi?


Skriflegt svar óskast.