Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 314  —  283. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000 (afnám takmarkana).

Flm.: Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Smári McCarthy.


1. gr.

    2. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Í lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, er kveðið á um lágmarkstíma sem starfsmanni er heimilt að taka fæðingarorlof. Í 2. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna segir að aldrei megi taka fæðingarorlof skemur en tvær vikur í senn. Með þessu frumvarpi er takmörkunin á því hversu stuttan tíma hægt er að taka fæðingarorlof felld úr gildi. Slík takmörkun er óþörf, enda er fæðingarorlof alltaf tekið í samráði við vinnuveitanda. Þegar starfsmaður telur sig hafa hag af því að taka fæðingarorlof í svo stuttan tíma er rétt að sá möguleiki sé til staðar.