Ferill 284. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 315  —  284. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um nýsköpun í orkuframleiðslu.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða mismunandi tegundir orkuframleiðslu, sem ráðherra þekkir til, eru í þróun í heiminum og hvaða tegundir myndu henta vel á Íslandi?
     2.      Hver er stefna stjórnvalda varðandi nýsköpun í orkuframleiðslu?
     3.      Hversu miklir styrkir hafa verið veittir til nýsköpunar í orkumálum á undanförnum fimm árum, flokkað eftir tegund orkuframleiðslu, sbr. 1. tölul.?
     4.      Endurspegla styrkir stjórnvalda til nýsköpunar í orkuframleiðslu opinbera stefnu? Hver eru opinber markmið stjórnvalda með tilliti til hverrar tegundar orkuframleiðslu sem fær styrk og hvernig gengur að ná þeim markmiðum?


Skriflegt svar óskast.