Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 318  —  287. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um markaðssetningu áfangastaða á landsbyggðinni.

Frá Maríu Hjálmarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að markaðssetning áfangastaða á landsbyggðinni verði efld erlendis og ef svo er, þá hvernig?
     2.      Er það hlutverk markaðsstofa landshlutanna að sinna slíku markaðsstarfi? Ef svo er, hvernig sér ráðherra fyrir sér fjármögnun þess starfs?
     3.      Telur ráðherra að markaðsátakið Ísland allt árið skili nægjanlegum árangri hvað landsbyggðina varðar? Ef svo er, eru til gögn sem styðja það álit?


Skriflegt svar óskast.