Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 319  —  288. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um húshitun.

Frá Ingibjörgu Þórðardóttur.


     1.      Hver hefur árlegur og endanlegur húshitunarkostnaður verið, frá árinu 2011 á verðlagi ársins 2018, fyrir 180 fermetra einbýlishús á eftirtöldum orkuveitusvæðum:
                  a.      RARIK – þéttbýli,
                  b.      RARIK – dreifbýli,
                  c.      Orkubú Vestfjarða – þéttbýli,
                  d.      Orkubú Vestfjarða – dreifbýli,
                  e.      Reykjavík,
                  f.      Akureyri,
                  g.      Egilsstöðum,
                  h.      Selfossi,
                  i.      Ísafirði,
                  j.      Seyðisfirði,
                  k.      Vestmannaeyjum?
     2.      Hversu stór hluti landsmanna er á dreifisvæðum þar sem notast er við rafhitun eða kyntar hitaveitur?
     3.      Hversu mikið mundi það kosta ríkissjóð að niðurgreiða rafhitun til íbúðarhúsnæðis á þeim svæðum þar sem notast er við rafhitun eða kyntar hitaveitur til þess að kostnaður notenda við húshitun yrði sambærilegur við veginn meðalkostnað af húshitun á veitusvæði Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Selfoss?


Skriflegt svar óskast.