Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 345  —  204. mál.
Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um fulltrúa af landsbyggðinni í stjórnum, nefndum og ráðum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig er skipulagi og stuðningi háttað við einstaklinga sem hafa verið tilnefndir af þingmönnum og skipaðir í stjórnir, nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins og búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig er farið með kostnað við flug, akstur, gistingu og mat og annan kostnað sem hlýst af fundafyrirkomulaginu? Væri mögulegt að viðhafa þá reglu að tímasetja fundi þannig að fulltrúar af landsbyggðinni gætu nýtt sér innanlandsflug samdægurs?
    Almennt gildir sú regla hjá ráðuneytinu að við skipun í nefndir eða starfshópa á þess vegum eru tilnefningaraðilar upplýstir um að þeir beri kostnað af þeim aðilum sem þeir tilnefna.
    Hjá ráðuneytinu er almennt greiddur ferðakostnaður þeirra sem hafa verið skipaðir í nefndir eða starfshópa á þess vegum. Greitt er fyrir flug, bílaleigubíl eða akstur þeirra sem búa á landsbyggðinni en auk þess er greiddur annar ferðakostnaður, svo sem gisting, matur og leigubílar, þar sem það á við, m.a. vegna fundartíma nefnda og ráða. Ráðuneytið bókar almennt flug og bílaleigubíla en annar kostnaður er almennt greiddur samkvæmt reikningi eða akstursdagbók.
    Hvað varðar stjórnir þá er það yfirleitt í höndum viðkomandi stofnana eða sjóða að annast umsýslu og greiðslu kostnaðar vegna funda.
    Formenn stjórna, nefnda og ráða ákveða fundartíma í samráði við nefndarmenn og ber að gæta að hagkvæmni við þá ákvörðun og m.a. að nýta fjarfundabúnað þar sem því verður við komið.