Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 354  —  92. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra fengið til starfa, tímabundið eða á grundvelli verksamnings, sérfræðinga eða aðra aðila til að veita ráðgjöf, sinna sérverkefnum eða verkefnastjórnun í einstökum verkefnum frá því að núverandi ríkisstjórn tók til starfa? Ef svo er, hvaða aðilar eru það, hverjar hafa greiðslur til þeirra verið og hver er lýsing á verkefnum þeirra?

    Í meðfylgjandi töflu eru taldir upp þeir aðilar sem unnið hafa fyrir ráðuneytið að undanförnu þar sem ákvörðun um verkið var tekin á starfstíma núverandi ríkisstjórnar. Ekki er í svarinu getið um tilfallandi þjónustu og ráðgjöf sem lýtur að rekstri ráðuneytisins og starfsmannahaldi, hugbúnaðargerð, ráðningarþjónustu og verðmati á fasteignum sem teljast til hefðbundinna rekstrarverkefna ráðuneytisins. Allar upphæðir eru án virðisaukaskatts og miðast við greiðslur sem inntar hafa verið af hendi fyrir 26. október.

Nafn Lýsing Upphæð
Arnaldur Hjartarson Vinna við gerð hvítbókar fyrir fjármálakerfið, sbr. stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 1.054.50
Ása Ólafsdóttir Lögfræðiráðgjöf vegna frumvarpavinnu. 297.000
BBA Legal ehf. Álitsgerð vegna innleiðingar DGSIII. 2.431.800
Capacent Ráðgjöf vegna breyttra reikningsskila í kjölfar laga um opinber fjármál. 591.848
Capacent Ráðgjöf vegna samþættingar flokkunar milli stofnana og ráðuneytis á opinberum stöðlum. 239.000
Capacent Ráðgjöf vegna stafræns pósthólfs. 230.000
Capacent Ráðgjöf vegna útboðs á Microsoft-hugbúnaðarleyfum fyrir allar A-hluta stofnanir. 924.800
Fylki ráðgjöf Úttekt á lífeyrismálum. 840.000
Gerhard Steger Ráðgjöf vegna innleiðingar laga um opinber fjármál. 1.260.539
Góðhóll ráðgjöf Ráðgjöf varðandi innleiðingu á jafnlaunakerfi samkvæmt lögum nr. 56/2017. 1.188.694
Guðjón Rúnarsson Vinna við gerð hvítbókar fyrir fjármálakerfið, sbr. stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 2.832.000
Guðrún Ögmundsdóttir Vinna við gerð hvítbókar fyrir fjármálakerfið, sbr. stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 1.320.000
Gylfi Zoëga Ráðgjöf í tengslum við endurskoðun þjóðhagslíkans. 65.000
Gylfi Zoëga Vinna fyrir starfshóp um heildarendurskoðun á tekjuskattskerfinu. 377.000
Impacify Vinna Kristrúnar Gunnarsdóttur við gerð hvítbókar fyrir fjármálakerfið, sbr. yfirlýsingu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 9.180.000
Juris slf. Vinna Lárusar Blöndal við gerð hvítbókar fyrir fjármálakerfið, sbr. yfirlýsingu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 7.469.967
KPMG Ráðgjöf vegna samþættingu innri líkana ráðuneytisins. 787.300
Landslög Ráðgjöf vegna endurskoðunar á lögum um Fjármálaeftirlitið. 558.507
Logos slf. Álitaefni vegna frumvarps sem innleiðir afmarkaðan hluta BRRD-tilskipunarinnar. 225.600
Margrét Sigrún Björnsdóttir Ráðgjöf vegna þróunar fræðslu vegna stefnumótunar og þróunar árangursmælikvarða í tengslum við lög um opinber fjármál. 999.823
Nordic IT Consulting Ráðgjöf við gerð grunnskipulags á tækniarkitektúr ríkisins. 6.837.800
Parelle ráðgjöf Ráðgjöf við þróun á stafrænni þjónustu hjá stofnunum ríkisins. 2.309.000
Pedmore Advisory Ráðgjöf Michael Ridley fyrir stjórnvöld að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi. Ráðgjöf varðandi framþróun fjármálakerfisins. 18.624.552
Sólskríkjan slf. Anna Sigríður Arnardóttir. Vinna í starfshópi um nýjan þjóðarleikvang. 2.440.000
STC ehf. Efnisvinna við gerð hvítbókar fyrir fjármálakerfið, sbr. yfirlýsingu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 2.977.834
Strategía Ráðgjöf vegna nýs launakerfis forstöðumanna ríkisstofnana. 483.750
Sylvía Kristín Ólafsdóttir Vinna við gerð hvítbókar fyrir fjármálakerfið, sbr. yfirlýsing í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 1.320.000
Vegferð Fræðsla fyrir stofnanir ríkisins um stefnumótun og árangursmælikvarða í tengslum við lög um opinber fjármál. 1.653.580

    Ráðuneytið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar gert tímabundinn ráðningarsamning á grundvelli kjarasamnings BHM við ríkið til fimm og hálfs mánaðar við Sigríði Dís Guðjónsdóttur vegna vinnu við gerð hvítbókar fyrir fjármálakerfið.