Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 357  —  229. mál.
Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy um horfur í ferðaþjónustu.


     1.      Hefur ráðherra látið gera mat á horfum, þ.e. vexti eða samdrætti, í ferðaþjónustu á árunum 2018–2022? Ef svo er, hvenær var það mat gert og hvernig ber því saman við fyrri áætlanir?
    Ráðuneytið hefur ekki látið gera slíkt mat til viðbótar við þær spár sem liggja fyrir frá öðrum aðilum. Árið 2016 var gefin út sviðsmynda- og áhættugreining fyrir ferðaþjónustuna á vegum Stjórnstöðvar ferðamála undir heitinu „Framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030“. Þar var stillt upp fjórum sviðsmyndum í þeim tilgangi að setja í samhengi orsakir og afleiðingar ákvarðana og aðgerða, auk þess að greina helstu áhættuþætti sem gætu staðið atvinnugreininni fyrir þrifum. Í skýrslunni kom fram að stjórnvöld og sveitarfélög gætu nýtt sviðsmyndirnar til að greina hvar, hvenær og hvernig þau þyrftu að styðja við og skapa starfsumhverfi og regluverk svo að ferðaþjónustan gæti blómstrað. Tekið var fram að aðkoma stjórnvalda gæti falist í stefnumótun og gerð aðgerðaáætlana sem tækju mið af breytilegu starfsumhverfi sviðsmyndanna. Þá sköpuðu þær grundvöll fyrir samræðu innan greinarinnar og eins við stjórnvöld og sveitarfélög um þá þætti sem þessir aðila þyrftu að vinna saman að til að tryggja framgang ferðaþjónustunnar á komandi árum. Þá kom fram í skýrslunni að mikilvægt væri að skilja vel þá atburði sem gætu leitt til samdráttar eða áfalla í greininni. Með áhættugreiningunni var lagt mat á stærstu áhættuþætti greinarinnar, en ólíkir áhættuþættir fela í sér mismikla áhættu og í sumum tilfellum tækifæri, allt eftir eðli starfseminnar.
    Í skýrslunni var stillt upp helstu áhrifaþáttum eftir fjórum mismunandi sviðsmyndum sem báru heitin „Niceland“, „Ferðamenn – Nei takk“, „Laus herbergi“ og „Fram af bjargbrúninni“. Yfirlit yfir þessa þætti ásamt mati út frá sviðsmyndum má sjá á mynd 1.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 1. Samanburður áhrifaþátta eftir sviðsmyndum.

    Þá var í sviðsmyndagreiningunni sett fram áhættuskor ferðaþjónustunnar eftir áhættuþáttum, annars vegar eftir upplifun og ímynd og hins vegar eftir áhrifum á tekjur greinarinnar. Yfirlit yfir þessa þætti má sjá á mynd 2.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Mynd 2. Áhættuskor ferðaþjónustunnar eftir áhættuþáttum.

    Á vefsíðunni Mælaborði ferðaþjónustunnar, sem hleypt var af stokkunum haustið 2017, eru tölulegar upplýsingar um atvinnugreinina birtar með myndrænum hætti. Markmiðið með Mælaborðinu er að mæta brýnni þörf fyrir aðgengilegar og áreiðanlegar upplýsingar á einum stað um vöxt og þróun ferðaþjónustunnar. Á Mælaborðinu má nú einnig finna sex af níu mælikvörðum sem settir eru fram í „Vegvísi í ferðaþjónustu“.
    Þá má nefna að samkvæmt áætlun um áreiðanleg gögn sem unnið hefur verið að út frá „Vegvísi í ferðaþjónustu“ er gert ráð fyrir að unnin verði spá í ferðaþjónustu en það verkefni hefur ekki verið sett af stað enn sem komið er.

     2.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðuneytið grípa til að draga úr áhrifum hugsanlegs samdráttar í ferðaþjónustu?
    Öll starfsemi ráðuneytisins á sviði ferðamála miðar að því að styrkja greinina. Þar má m.a. nefna starfsemi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, Flugþróunarsjóðs og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, samvinnu og fjárframlög til Íslandsstofu vegna markaðsstarfs, fjölmörg verkefni á vegum Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála, stuðning við Markaðsstofur landshlutanna og nýlega áherslu á að styðja við stafrænar lausnir í starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja, sem jafnframt sér stað í formennskuverkefni Íslands hjá Norrænu ráðherranefndinni 2019 þar sem sjálfbær ferðamennska er eitt af áherslumálunum. Í því sambandi má einnig nefna hagnýtar vefvinnustofur sem Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn eru að setja af stað um þessar mundir með það að markmiði að sýna, kynna og miðla þekkingu og reynslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu á sviði aukinnar tækni og öflugrar miðlunar. Tækifæri eru í tæknivæðingu á öllum stigum sem getur aukið framleiðni og bætt afkomu ferðaþjónustufyrirtækja.
    Í könnun sem unnin var fyrir Ferðamálastofu haustið 2018 um afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu kom fram að vísbendingar væru um að nokkur fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni byggi við versnandi afkomu. Enn er vöxtur í ferðaþjónustu þótt úr honum hafi dregið síðustu misseri. Ef um samdrátt verður að ræða tekur ráðuneytið til sérstakrar skoðunar til hvaða aðgerða verður hægt að grípa, en þær hljóta að þurfa að taka mið af eðli og aðstæðum hverjum sinni.

     3.      Hver er áætluð skuldastaða og áætluð eignastaða hjá fyrirtækjum í flugrekstri, gistiþjónustu, bílaleigurekstri, hópferðaþjónustu og öðrum þáttum ferðaþjónustu? Óskað er eftir að fram komi staðalfrávik og skeifni fyrir hvern flokk fyrirtækjanna.
     4.      Hve stór hluti skulda áðurnefndra flokka fyrirtækja eru skammtímaskuldir sem ber að greiða upp á næstu tólf mánuðum?
    Leitað var liðsinnis Hagstofu Íslands við að svara 3. og 4. tölul. fyrirspurnarinnar. Til hægðarauka eru svör við þeim sett fram í einu lagi. Yfirlit um skulda- og eignastöðu eftir ÍSAT-atvinnugreinaflokkuninni í einkennandi atvinnugreinum ferðaþjónustunnar fyrir árin 2006–2017 kemur fram í töflu 1 ásamt skýringum.
    Fyrir árið 2017 eru settar fram myndir fyrir hvern atvinnugreinaflokk í ferðaþjónustu fyrir heildarskuldir og heildareignir ásamt dreifni og staðalfráviki. Þó ber að vekja athygli á því að í sumum atvinnugreinum eru fá stór ferðaþjónustufyrirtæki og mörg lítil ferðaþjónustufyrirtæki sem skekkja myndina. Þannig eru margir litlir aðilar sem bæði eiga og skulda lítið á meðan nokkrir aðilar eiga og skulda mikið.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 1. Yfirlit yfir heildarskuldir og heildareignir fyrirtækja í flugrekstri, gistiþjónustu, bílaleigurekstri, hópferðaþjónustu og öðrum þáttum ferðaþjónustu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Skýringar við hugtök í töflu 1.

Heildareignir og heildarskuldir í atvinnugreinaflokkun ferðaþjónustu 2017 ásamt meðaltali og staðalfráviki.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.