Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 361  —  308. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sálfræðiþjónustu og geðlæknaþjónustu.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig er samstarfi og samráði sálfræðinga og geðlækna háttað innan heilbrigðiskerfisins?
     2.      Hefur ráðherra undir höndum gögn eða upplýsingar sem gefa til kynna hver reynsla sjúklinga innan kerfisins er af þjónustu sálfræðinga og geðlækna?
     3.      Hversu margir einstaklingar undir 30 ára leituðu til geðlæknis á árunum 2015–2017?
     4.      Hversu margir voru á örorkubótum vegna andlegrar örorku 2016–2018?
     5.      Hversu margir hafa nýtt sér sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum? Er biðlisti eftir þeirri þjónustu og ef svo er, hversu langur er biðlistinn?


Skriflegt svar óskast.