Ferill 309. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 362  —  309. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um mengandi lífræn efni í jarðvegi sem losaður er í Bolaöldu.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Telur ráðherra öruggt að öll jarðefni, mold, möl, grjót og steinsteypubrot sem flutt eru á jarðvegslosunarsvæðið í Bolaöldu í landi Ölfuss séu með öllu laus við mengandi lífræn efni? Ef ekki, hvernig getur ráðherra réttlætt slíka losun með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða og þess að losunin á sér stað hátt yfir sjávarmáli og úrgangur getur þannig runnið í átt til sjávar og mengað jörð, vatn o.fl. sem á vegi hans verður?
     2.      Hvaða fráviksmörk telur ráðherra hugsanleg í þessu efni og hvaða hlutfall lífrænna efna í jarðvegsefnum telur ráðherra viðunandi? Hvaða rannsóknir leggur ráðherra til grundvallar svari sínu?
     3.      Til hvaða aðgerða hefur ráðherra gripið til að verja vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins fyrir áhrifum lífrænna mengandi efna í jarðvegi sem losaður er í Bolaöldu? Hvaða áform hefur ráðherra um frekari aðgerðir?


Skriflegt svar óskast.