Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 363  —  310. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um ferðamálastefnu.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hver er staðan á vinnu við mótun ferðamálastefnu til langtíma eins og kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að mótuð skuli?
     2.      Telur ráðherra þörf á að flýta þessari vinnu þar sem aðilar í ferðaþjónustunni hafa lengi kallað eftir slíkri heildarstefnu í ferðamálum og bæði Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa mótað sér ferðamálastefnu til langtíma?


Skriflegt svar óskast.