Ferill 313. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 366  —  313. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um kennitöluflakk.

Frá Willum Þór Þórssyni.


     1.      Hefur umfang kennitöluflakks á Íslandi verið kannað á vegum stjórnvalda og ef svo er, hversu umfangsmikið er það miðað við fjölda kennitala og fjárhæða á árunum 2012– 2017? Í hvaða atvinnugrein var mest um kennitöluflakk og hvar minnst á árunum 2012– 2017? Svör óskast sundurliðuð eftir árum.
     2.      Hefur verið unnt að meta hversu miklum skatttekjum ríkissjóður hefur orðið af vegna kennitöluflakks og ef svo er, hvert er þá árlegt tap ríkissjóðs vegna þess á árunum 2012– 2017?
     3.      Hefur samfélagslegt fjárhagstap vegna kennitöluflakks verið metið á vegum ráðuneytisins og ef svo er, hvernig var því mati háttað og hvert var tapið á árunum 2012–2017, hvert ár fyrir sig?
     4.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að sporna við kennitöluflakki eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum?
     5.      Hvaða aðgerðir, þar á meðal lagabreytingar, hafa nú þegar komið til framkvæmda til þess að draga úr kennitöluflakki? Hvert er mat ráðherra á árangri af þeim aðgerðum?


Skriflegt svar óskast.