Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 370  —  98. mál.
Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur ráðherra fengið til starfa, tímabundið eða á grundvelli verksamnings, sérfræðinga eða aðra aðila til að veita ráðgjöf, sinna sérverkefnum eða verkefnastjórnun í einstökum verkefnum frá því að núverandi ríkisstjórn tók til starfa? Ef svo er, hvaða aðilar eru það, hverjar hafa greiðslur til þeirra verið og hver er lýsing á verkefnum þeirra?

    Frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við hefur ráðherra gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við eftirfarandi aðila (allar upphæðir eru án virðisaukaskatts):
     1.      BBA Legal ehf. Greinargerð um fyrirhugaða innleiðingu þriðja orkupakka ESB á því sviði. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 346.500 kr.
     2.      Capacent ehf. Undirbúningur við gerð hönnunarstefnu, rýni gagna o.fl. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 4.384.168 kr.
     3.      Efla ehf. Yfirlestur á tölfræði vegna orkuskipta og aðstoð vegna fyrirspurnar frá Alþingi. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 123.045 kr.
     4.      I2 ehf. Nýsköpunarstefna fyrir Ísland. Stýring vinnuhóps og gerð skýrslu um nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 3.110.250 kr.
     5.      LEX ehf. Ráðgjöf vegna Árósasamninga og tillögur um mögulegar lagabreytingar. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 298.700 kr.
     6.      Nótera slf. Verkefnastjórnun og aðstoð við vinnustofur vegna vinnu við orkustefnu. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 400.900 kr.
     7.      Opis ráðgjöf ehf. Ráðgjöf vegna starfshóps um orkuöryggi á heilsölumarkaði fyrir raforku. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 900.000 kr.
     8.      Kári S. Friðriksson. Ráðgjöf vegna greiningar á eftirspurnaráhrifum komugjalda í íslenskri ferðaþjónustu. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 595.000 kr.
     9.      Lögmenn Lækjargötu ehf. Greinargerð vegna þriðja orkupakka ESB. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 1.120.000 kr.
     10.      Academic Consulting slf. Rannsókn og greiningarverkefni á áhrifum mismunandi tæknilegra lausna við lagningu raflína á Íslandi. Hinn 10. október höfðu greiðslur ekki verið inntar af hendi enn sem komið var vegna verkefnisins.
     11.      Sigurður Kári Kristjánsson. Greining á lagaumhverfi samkeppnismála. Hinn 10. október höfðu greiðslur ekki verið inntar af hendi enn sem komið var vegna verkefnisins.
     12.      Mörkin lögmannsstofa hf. Ráðgjöf og aðstoð um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja. Hinn 10. október höfðu verið greiddar 464.000 kr.