Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 372  —  315. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um textun á innlendu sjónvarpsefni.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Eftir hvaða reglum fer RÚV við textun á innlendu sjónvarpsefni í því skyni að auðvelda heyrnarlausum og heyrnarskertum að fylgjast með útsendingum?
     2.      Telur ráðherra reglurnar fullnægjandi og að nægilegt fjármagn sé til þess að framfylgja þeim hjá stofnuninni?
     3.      Hefur komið til álita að nota talgreini til að texta beinar útsendingar?
     4.      Telur ráðherra að núverandi ástand textunar á innlendu sjónvarpsefni hjá RÚV sé í samræmi við 9. og 21. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?


Skriflegt svar óskast.