Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 373  —  316. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um undanþágur vegna starfsemi skóla.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hafa verið veittar undanþágur frá rekstrarleyfum grunn- og framhaldsskóla vegna:
                  a.      skólabókasafna,
                  b.      salerna,
                  c.      annars aðbúnaðar?
     2.      Hvaða skólar hafa fengið slíkar undanþágur frá árinu 2003 og hversu lengi gilda þær?


Skriflegt svar óskast.