Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 375  —  318. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rafræna skráningu á dýrasjúkdómum og lyfjameðhöndlun.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hver hefur árangur verið af því að taka upp samræmda skráningu á lyfjagjöf vegna sjúkdóma hjá Matvælastofnun samkvæmt reglugerð nr. 303/2012, um rafræna skráningu dýralækna á dýrasjúkdómum og lyfjameðhöndlun?
     2.      Hefur, með því að auka skráningu og eftirlit, tekist að lækka tíðni framleiðslusjúkdóma í nautgriparækt á borð við júgurbólgu og doða? Svar óskast um hlutfall kúa sem fá sjúkdómana og sundurliðað eftir árum frá upptöku skráningar.
     3.      Hver hefur kostnaður Matvælastofnunar verið við að þróa skráningarkerfið og hver er rekstrarkostnaður á ári miðað við fast verðlag ársins 2018?


Skriflegt svar óskast.