Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 376  —  319. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um atvinnutækifæri fólks með þroskahömlun.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hefur verið kannað hversu margir vinnustaðir hafa einstaklinga með þroskahömlun í vinnu? Ef svo er, hversu margir starfsmenn unnu á þessum stöðum árið 2017?
     2.      Hefur verið kannað hver miðgildislaun og fjórðungsmörk á tekjum fólks með þroskahömlun voru á árinu 2017? Ef svo er, hver voru þau?
     3.      Hefur verið kannað hvert var miðgildi starfshlutfalls og fjórðungsmörk starfshlutfalls fólks með þroskahömlun á árinu 2017? Ef svo er, hver voru þau?
     4.      Liggja fyrir áætlanir um að fjölga atvinnutækifærum að hálfu hins opinbera fyrir fólk með þroskahömlun? Ef svo er, hverjar eru þær áætlanir?


Skriflegt svar óskast.