Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 384  —  323. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um flutninga á sorpi í grennd við vatnsverndarsvæði.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvert var magn sorps sem flutt var á árabilinu 2013–2017 milli landshluta þar sem leið liggur yfir og í grennd við vatnsverndarsvæði? Hvaða akstursleiðir ræðir um í þessu sambandi? Hve mikið var flutt af umhverfismengandi efnum?
     2.      Hvað má gera ráð fyrir að eknir séu margir kílómetrar á ári með sorpið? Hver er meðalþungi flutningabíla með sorp og hver er mesti þungi þeirra? Hve mikil mengun fylgir því að flytja umrætt sorp landshluta á milli?
     3.      Hvernig er háttað leyfisveitingum og eftirliti með slíkum flutningum?
     4.      Liggur fyrir áhættumat sem endurskoðað er með reglubundnum hætti og viðbragðsáætlanir gagnvart hættu á mengun vatnsbóla vegna flutninga á sorpi á nágrenni þeirra?
     5.      Til hvaða aðgerða hefur ráðherra gripið til að draga úr sorpflutningum milli landshluta? Hvaða aðgerðir eru áformaðar?
     6.      Hver er afstaða ráðherra gagnvart eyðingu, urðun og hagnýtingu á sorpi sem næst staðnum þar sem það fellur til? Hvaða áform hefur ráðherra um að breyta sorpinu í auðlind?


Skriflegt svar óskast.