Ferill 325. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 386  —  325. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um bætt umhverfi menntakerfisins.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


    Hyggst ráðherra beita sér fyrir bættu umhverfi menntakerfisins, sérstaklega alþjóðaskóla og alþjóðadeilda í grunn- og menntaskólum, með það fyrir augum að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að laða til sín erlenda sérfræðinga og fjölskyldur þeirra? Ef svo er, hvernig?